Njarðvíkingar fá liðsauka
Knattspyrnuliði Njarðvíkinga í 1. deild karla barst liðsauki nú fyrir helgi. Markó Valdimar Stefánsson bættist í leikmannahópinn en verður lánaður frá Grindavík út tímabilið. Markó sem er 20 ára er ekki ókunnur hjá Njarðvík en hann lék með liðinu fyrir tveimur árum og þótti standa sig vel.
Þá hefur Njarðvik náð samkomulagi við sænskan leikmann að nafni Mehemt Mehemt um að leika með félaginu út keppnistímabilið.Mehemt er miðjumaður, fæddur 1985. Hann er komin með leikheimild og var væntnlegur til landsins um helgina. Mehemt kemur frá IK Sleipnir sem leikur í 1. deild í Svíþjóð.
Nú þegar Íslandsmótið er hálfnað sitja Njarðvíkingar á botni deildarinnar með 11 stig. Þessi liðsauki er væntanlega til marks um að liðið ætli sér að komast eitthvað ofar á stigatöfluna.
Mynd - Markó Valdimar Stefánsson.