Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar fá kjöt í teiginn
Mynd/ JBÓ: Friðrik Ragnarsson formaður KKD UMFN og Julian Rajic handsala samning.
Þriðjudagur 2. október 2018 kl. 08:45

Njarðvíkingar fá kjöt í teiginn

Njarðvíkingar hafa fengið liðstyrk undir körfuna fyrir komandi átök í Domino’s deild karla í körfubolta. Miðherjinn Julian Rajic mun leika með liðinu í vetur en þar er á ferðinni 32 ára 206 cm króatískur leikmaður sem leikið hefur með liði Hermes Analitica Zagreb í heimalandinu undanfarin ár.

Njarðvíkingar taka á móti grönnum sínum í Keflavík þegar deildin fer af stað með látum á föstudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024