Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar enn án stiga
Mynd/umfn.is
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 13:20

Njarðvíkingar enn án stiga

Eftir fjórar umferðir í 2. deild karla í knattspyrnu eru Njarðvíkingar enn án stiga. Fjórði ósigur liðsins í röð kom í gær þegar Ægismenn heimsóttu Njarðtaksvöll og höfðu 2-3 sigur. Staðan var 0-1 fyrir gestina í í hálfleik en Arnór Svansson jafnaði metin fyrir Njarðvíkinga í upphafi seinni hálfleiks. Ægismenn komust aftur yfir en Njarðvíkingar jöfnuðu jafnharðan, en þar var á ferðinni Kristján Hermann Þorkellsson. Það var svo á 87. mínútu sem Njarðvíkingar gerðust brotlegir í vítateig sínum og því var dæmd vítaspyrna. Úr henni skoruðu gestirnir og tryggðu sér þar með sigur.

Njarðvíkingar verma neðsta sæti deildarinnar en stöðuna í deildinni má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024