Njarðvíkingar ekki hættir – lögðu Keflavík í þriðja leik
Njarðvíkingar eru ekki búnir að segja sitt síðasta í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta því þeir sigruðu Keflavík í þriðja leik liðanna í Keflavík í kvöld með tveggja stiga mun 86-88.
Njarðvíkingar voru yfir allan leiktímann og náðu mest 20 stiga forskoti. Keflvíkingar söxuðu á forskotið og í lokin munaði aðeins tveimur stigum. Nánar síðar hér á vf.is.