Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar eignast járnkarla
Félagarnir Jón Oddur og Rafnkell.
Þriðjudagur 20. ágúst 2013 kl. 09:23

Njarðvíkingar eignast járnkarla

Félagarnir Jón Oddur og Rafnkell luku mikilli þrekraun

Þríþrautardeild UMFN eignaðist um helgina sínu fyrstu járnkarla. Það voru þeir Jón Oddur Guðmundsson og Rafnkell Jónsson sem luku þessari miklu þrekraun 17. ágúst í Kalmar í Svíþjóð. Deildin var ekki langt frá því að eignast þrjá járnkarla um helgina því Bjarni Kristjánsson æfingafélagi þeirra keppti síðan í Kaupmannahöfn daginn eftir en lenti í slæmu óhappi þegar lítið var eftir af hjólaleiðinni. Datt hann illa og braut í sundur tvö rifbein og þurfti því að hætta keppni. Sorglegt fyrir Bjarna sem er búin að æfa stíft sl. ár með strákunum undir stjórn Inga Þórs Einarsson.

Járnkarl er lengsta vegalengd sem hægt er að keppa í þríþraut og samanstendur af 3,8 km sundi, 180 km hjólreiðum og 42,2 km hlaup (maraþon), þannig að þessi þrekraun krefst mikils úthalds og mikilla æfinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tímarnir voru eftirfarandi:

Jón Oddur Guðmundsson Sund: 1:11:17 Hjól:5:42:47 Hlaup:3:50:39    Lokatími 10:51:41.

Rafnkell Jónsson Sund: 1:21:21 Hjól: 5:24:16 Hlaup: 4:00:50               Lokatími 10:59:46.