Njarðvíkingar efstir með markatöluna 9:0
Njarðvíkingar fara heldur betur af stað með látum í 2. deild karla í knattstpyrnu. Eftir tvær umferðir eru þeir með fullt hús stiga, hafa skorað níu mörk og haldið hreinu. Í gær voru það Magnamenn frá Grenivík sem lentu í Njarðvík og fór leikurinn 5:0.
Mörk Njarðvíkinga gerðu þeir Matthías Þórir Matthíasson (23'), Oumar Diouck (36' og 59'), Úlfur Ágúst Björnsson (47') og Bergþór Ingi Smárason (49').
Víðismenn byrja einnig vel í 3. deild karla í knatttspyrnu en í gær lögðu þeir Sindra frá Hornafirði 2:1. Það voru reyndar Sindramenn sem leiddu leikinn í hálfleik en tvö mörk Víðis í seinni hálfleik tryggði þeim sigurinn.
Mörk Víðis: Jóhann Þór Arnarsson (59') og Aron Freyr Róbertsson (66').