Njarðvíkingar byrjuðu illa
Tímabilið hófst ekki vel hjá Njarðvíkingum í Dominosdeild kvenna en þær skoruðu ekki nema 7 stig í 1. leikhluta gegn Hamarskonum gegn 22 frá heimakonum. Eftir það var munurinn strax orðinn 15 stig og erfitt að vinna upp það forskot á útivelli. Njarðvíkingar gerðu þó hvað þær gátu og náðu að laga stöðuna áður en yfir lauk en á timabili var munurinn yfir 20 stig. Lokatölur urðu 77-61 fyrir Hamr þar sem Salbjörg Sævarsdóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvíkinga og hirti 12 fráköst.
Hamar-Njarðvík 77-61 (22-7, 25-26, 22-12, 8-16)
Njarðvík: Salbjörg Sævarsdóttir 15/12 fráköst, Jasmine Beverly 14/6 fráköst, Kristjana Eir Jónsdóttir 10, Erna Hákonardóttir 9, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.
Hamar: Di'Amber Johnson 20/7 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Fanney Lind Guðmundsdóttir 15/15 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 14/6 stolnir, Dagný Lísa Davíðsdóttir 8/7 fráköst, Jenný Harðardóttir 7/4 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 7/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 6/8 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 0, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Kristrún Rut Antonsdóttir 0, Nína Jenný Kristjánsdóttir 0, Rannveig Reynisdóttir 0.