Njarðvíkingar byrja Reykjanesmótið með sigri
Reykjanesmótið í körfuknattleik hófst á mánudag með leik Njarðvíkinga og Breiðabliks en leikurinn fór fram í Grindavík. Skemmst er frá því að segja að Njarðvíkingar sigruðu í leiknum 86-73 en sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu. Þá sigruðu Grindvíkingar nágranna sína úr Keflavík 93-81 eftir að gestirnir höfðu farið hamförum í fyrsta leikhluta og mest náð 20 stiga forskoti.Næstu leikir mótsins fara fram í Njarðvík föstudaginn 13. september en þá eigast við kl. 19:00, Breiðablik og Haukar og svo kl. 20:45 mætast Njarðvíkingar og Grindvíkingar.