Sunnudagur 3. mars 2002 kl. 22:12
Njarðvíkingar burstuðu Hauka
Það var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi í viðureign Njarðvík og Hauka því heimamenn voru alltof sterkir. Leikurinn endaði 110:75 en staðan í hálfleik var 54:40. Brenton var bestur í liði heimamanna með 27 stig og Teitur Örlygsson var með 19 stig.