Njarðvíkingar bikarmeistarar
Um helgina fór fram seinni hluti Bikarmót Júdósambands Íslands. Mótið er liðakeppni þar sem 5 keppendur eru í hverju liði og taldir eru sigrar og ef jafnt er í lok viðureignar eru tæknistig talinn.
Fyrir mótið var Júdódeild Njarðvíkur í öðru sæti með jafn marga vinninga og Júdófélag Reykjavíkur (JR). Fyrsta viðureign mótsins var Njarðvík A á móti Njarðvík B. Njarðvík A sigraði þá rimmu 4-1.
Næsta viðureign Njarðvík A á móti JR þar sem Njarðvíkingar sigruðu 3-2. Bjarni Darri Sigfússon sigraði andstæðing sinn sem var rétt 30kg þyngri en hann eða 96 kg á fallegu ure nage.
Í lok mót áttust JR og Júdódeild UMFS við og lauk því þannig að Jr hlaut fjóra vinninga en UMFS aðeins 1.