Njarðvíkingar bestir í drengjaflokki
Njarðvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í drengjaflokki í körfubolta um helgina með stórsigri gegn Stjörnunni. Lokutölur urðu 84-53 þar sem sigur heimamanna var aldrei í hættu, en úrslit í yngri flokkum fóru fram í Njarðvík um helgina. Njarðvíkingurinn Maciej Baginski var kjörinn maður leiksins en hann skoraði 24 stig og tók auk þess 17 fráköst.