Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar bæta við leikmannahópinn
Mynd og frétt af umfn.is
Miðvikudagur 15. maí 2013 kl. 10:04

Njarðvíkingar bæta við leikmannahópinn

Viktor Smári og Kristinn koma frá Keflavík

Njarðvíkingar hafa styrkt leikmannahóp sinn enn frekar fyrir komandi átök í 2. deild karla í fótbolta. Tveir leikmenn hafa bæst við hópinn en félagaskiptaglugginn lokar á morgun. Um er að ræða þá Viktor Smára Hafsteinsson sem kemur sem lánsmaður frá Keflavík og Kristinn Björnsson sem einnig kemur frá Keflavík.

Viktor Smári er 21 árs og hefur verið hjá Haukum að láni í vetur, hann á að baki 18 leiki með Keflavík í efstu deild og bikar. Kristinn Björnsson er öllum hnútum kunnugur hjá Njarðvík enda uppalinn hjá félaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristinn hefur leikið 187 leiki fyrir Njarðvík og skorað í þeim 16 mörk. Kristinn er við nám í Danmörku og kemur til landsins í júní og verður fram í ágúst.