Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar af fallsvæðinu í fyrsta sinn í sumar
Miðvikudagur 13. ágúst 2014 kl. 21:36

Njarðvíkingar af fallsvæðinu í fyrsta sinn í sumar

„Við erum í skýjunum með þetta í augnablikinu,“ segir þjálfarinn

Njarðvíkingar komust loks af fallsvæði 2. deildar karla í knattspyrnu með 2-0 sigri gegn Dalvík/Reyni á heimavelli sínum. Njarðvík náði forystu strax á 2. mínútu með marki frá Birni Axel Guðjónssyni. Það var svo
Andri Fannar Freysson sem jók forystuna með marki eftir hálftíma og staðan orðin vænleg fyrir heimamenn.

Í síðari hálfleik fengu Njarðvíkingar svo kjörið tækifæri til þess að gulltryggja sigurinn þegar þeir fengu vítaspyrnu, leikmanni gestanna var vikið af velli í kjölfarið. Markvörður gestanna sem átti stórleik varði vel frá Birni Axel. Eftir sigurinn eru Njarðvíkingar með 13 stig og sitja fyrir ofan Reyni Sandgerði og Völsung sem sitja í tveimur neðstu sætunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum í skýjunum með þetta í augnablikinu en það er ekkert unnið með þessum sigri. Þetta eykur þó á trúna á að við getum byggt á þetta.“ Guðmundur neitar því ekki að það hafi verið talsvert álag á honum enda grunaði hann ekki að liðið yrði í erfiðleikum með að halda sæti sínu í deildinni. „Ég sá þetta ekki fyrir þar sem ég tel hópinn okkar alltof góðan til þess að vera í þessari stöðu. Strákarnir eru að uppskera eftir allt erfiðið sem á undan er gengið. Nú ætlum við bara að láta liðin fyrir neðan okkur hafa fyrir því að ná okkur en vonandi höldum við áfram að sækja stig,“ sagði Guðmundur að lokum.

Njarðvíkingar höfðu ástæðu til þess að fagna.

Víti fór forgörðum hjá Birni framherja Njarðvíkur.

Guðmundur þjálfari var glaður.

Gamli „Frændi“ mættur til þess að bjarga málunum.