Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar á toppnum eftir góðan sigur á Snæfell
Þriðjudagur 6. desember 2011 kl. 22:13

Njarðvíkingar á toppnum eftir góðan sigur á Snæfell

Njarðvíkingar tylltu sér við hlið Keflvíkinga á toppi Iceland Express-deild kvenna með þriggja stiga sigri á liði Snæfellinga nú fyrr í kvöld í Stykkishólmi. Lokastaðan varð 69-72 þar sem Shanae Baker fór á kostum hjá þeim grænklæddu og skoraði meira en helming stiga liðsins. Hún skoraði 39 og tók auk þess 7 fráköst og stal 6 boltum. Með sigrinum eru Njarðvíkingar komnir með 18 stig líkt og Keflvíkingar, sem þó eiga leik til góða gegn Haukum á morgun.

Njarðvík: Shanae Baker 39/7 fráköst/6 stolnir, Lele Hardy 14/18 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13/6 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 1, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Harpa Hallgrímsdóttir 0/4 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024