Njarðvíkingar á toppinn
Njarðvíkingar eru komnir á topp 2. deildar í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Aftureldingu í gærkvöldi. Rafn Vilbergsson og Kristinn Agnarsson gerðu mörk Njarðvíkinga.
Njarðvíkingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað gert 2-3 mörk. Rafn kom Njarðvíkingum í 1-0 á 30. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin rétt fyrir hálfleik.
Kristinn Örn Agnarsson gerði sigurmark Njarðvíkinga á 80. mínútu leiksins og hafði boltinn viðkomu í varnarmann áður en hann hafnaði í netinu.
Njarðvíkingar eru nú á toppi 2. deildar með 14 stig eftir 6 leiki. Reynir Sandgerði tekur á móti KS/Leiftri á Sandgerðisvelli í dag kl. 13 og með sigri tekst Reyni að jafna Njarðvík að stigum.
VF-mynd/ http://fotboltinn.umfn.is/