Njarðvíkingar á skotskónum gegn Völsungum
Völsungar fengu heldur betur skell þegar þeir mættu í heimsókn í Njarðvík á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Njarðvíkingar sigruðu örugglega 5-0 við kjöraðstæður.
Viktor Guðnason kom Njarðvík yfir eftir aðeins 7 mínútur eftir mistök hjá markverði Völsunga. Næstu tvö mörk Njarðvíkinga komu eftir hornspyrnu en þau skoruðu varnarmennirnir Einar Marteinsson og Einar Valur Árnason og staða 3-0 í hálfleik.
Framherjinn ungi, Andri Fannar Freysson bætti svo við fjórða markinu eftir 75 mínútur og Gísli Örn Gíslason innsiglaði svo stórsigurinn með laglegu marki skömmu fyrir leikslok.
Staðan í deildinni:
VF-Mynd Eyþór Sæmundsson: Einar Marteinsson skorar á laugardaginn