Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar á sigurbraut
Mánudagur 12. júlí 2010 kl. 09:59

Njarðvíkingar á sigurbraut

Njarðvíkingar eru á sigurbraut í 1. deildinni í knattspyrnunni. Á föstudagskvöld báru þeir sigurorð af Fjölni, með einu marki gegn engu. Leikurinn fór fram á Njarðtaksvellinum í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Það var Rafn Markús Vilbergsson sem skoraði mark Njarðvíkinga á 35. mínútu leiksins.
Ætla má að leikurinn hafi verið grófur því dómarinn gaf fimm gul spjöld í leiknum og eitt rautt, þar af fengu heimamenn tvö gul.


Með sigrinum eru Njarðvíkingar komnir upp í 9. sæti deildarinnar með 11 stig.

Meðfylgjandi myndir eru úr leiknum. Það á alltaf að detta með stæl.  VF-myndir: Hilmar Bragi