Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar á flugi – Keflvíkingar á leið norður í Skagafjörðinn
Föstudagur 6. mars 2009 kl. 12:15

Njarðvíkingar á flugi – Keflvíkingar á leið norður í Skagafjörðinn



Ný styrkt Njarðvíkurlið í Iceland Express deildinni í körfu er á siglingu og í gær sigraði liðið Blika nokkuð auðveldlega 111-78.
Allt annað er að sjá leik Njarvíkinga eftir tilkomu Heats Sittons. Hann stýrir sókn liðsins, dreifir sendingum inn í teig og skorar sjálfur drúgt.
Lokatölur 111-78 eftir að Njarðvík hafði verið með fimmtán stiga forskot í hálfleik.
Keflvíkingar leika gegn Tindastóli í kvöld og með sigri tryggja þeir sér 4. sætið í deildinni. Þeir munu því leika gegn Njarðvík í úrslitakeppninni í 8 liða úrslitum. Sigur í kvöld er nauðsynlegur til að halda heimaleikjarétti gegn nágrönnunum.

Mynd/karfan.is - Logi Gunnarsson lék aftur með UMFN eftir tveggja leikja frí vegna meiðsla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024