Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 16. nóvember 2001 kl. 11:12

Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn

Þremur leikjum er lokið í 32-liða úrslitum bikakeppni KKÍ sem fram fóru í gærkvöld. Njarðvík tók á móti Grindavík í Ljónagryfjunni og vann 79-77. Haukar unnu stórsigur á ÍV, 118-61, og Stjarnan bar sigurorð af Snæfelli, 85-68.
Leikur Grindavíkur og Njarðvíkur var barátta frá upphafi til enda og skiptust liðin á eins til tveggja stiga forystu í öllum leiknum. Hjá Njarðvík átti Friðrik Stefánsson stórleik, skoraði 22 stig og var eins og klettur í vörninni. Brenoton Birmingham var stigahæstur í liðinu með 31 stig og Páll Kristinsson var sterkur á vellinum. Hjá Grindvíkingum voru Andreas Bailey og Miha Cmer bestir en þeir skoruðu hvor um sig 26 stig. Maður leiksins var tvímælalaust Friðrik Stefánsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024