Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík vann prufukeyrsluna - Undanúrslit framundan
Sunnudagur 12. febrúar 2012 kl. 13:35

Njarðvík vann prufukeyrsluna - Undanúrslit framundan



Njarðvík minnkaði forskot Keflavíkur í tvö stig á toppi Iceland Express deildar kvenna með 64-71 sigri á Haukum í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði í gær. Keflavík á þó leik til góða en þær mæta Fjölni í síðasta leik umferðarinnar á morgun. Njarðvíkingar voru mestmegnis við stýrið í leiknum í dag en Haukar áttu nokkrar ágætar tilraunir til að komast upp að hlið gestanna en Njarðvíkingar áttu góð svör við aðgerðum Hauka og höfðu að lokum sigur.

Margrét Rósa Hálfdánardóttir fór fremst í flokki Hauka í dag með 28 stig en hjá Njarðvíkingum var Shanae Baker-Brice með 21 stig og 10 fráköst. Það má því segja að Njarðvíkingar hafi unnið ,,prufukeyrsluna" fyrir bikarviðureign liðanna á mánudag. Heilt á litið var viðureignin fremur bragðdauf og mátti kannski gera ráð fyrir því þar sem liðin mætast aftur á mánudag í Ljónagryfjunni og þá í undanúrslitum Poweradebikarsins. Innan við tíu stuðningsmenn Njarðvíkinga gerðu sér ferð í Schenkerhöllina í dag, sorgleg staðreynd fyrir eitt besta kvennalið landsins.

Shanae Baker-Brice gerði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Njarðvíkur í dag. Lele Hardy bætti við 12 stigum og 13 fráköstum og þá voru þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir báðar með 9 stig.

Karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024