Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík vann öruggan sigur á Val og fer í undanúrslit
Jana Falsdóttir fagnar hér sigri á Grindavík fyrr á tímabilinu en þessi lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 20:31

Njarðvík vann öruggan sigur á Val og fer í undanúrslit

Njarðvík vann öruggan sigur í dag á Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfuknattleik. Jana Falsdóttir, Selena Lott og Emilie Hesseldal voru í stuði og samtals skoruðu þær 60 af 82 stigum Njarðvíkinga.

Valur - Njarðvík 67:82

(16:18 | 16:26 | 16:22 | 19:16)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir jafnan fyrsta leikhluta (16:18) létu Njarðvíkingar til sín taka og gersamlega yfirspiluðu Valskonur í öðrum hluta. Munurinn orðinn tólf stig í hálfleik (32:44).

Njarðvíkingar juku forystuna í þriðja leikhluta og þegar sá fjórði fór af stað var munurinn orðinn átján stig (48:66). Valskonur voru aldrei líklegar til að vinna það upp og eru þær komnar í sumarfrí en Njarðvík fer áfram í undanúrslit Íslandsmótsins og mætir þar Grindvíkingum – alvöru slagur þar í uppsiglingu.

Stig Njarðvíkur: Selena Lott 25 stig, Jana Falsdóttir 20 stig, Emilie Hesseldal 15 stig, Ena Viso 6 stig, Andela Strize 6 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir 5 stig, Krista Gló Magnúsdóttir 3 stig og Lára Ösp Ásgeirsdóttir 2 stig.