Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 26. mars 2000 kl. 22:22

Njarðvík vann KR en Grindavík tapaði fyrir Haukum

Grindavík tapaði fyrir Haukum í Hafnarfirði 59-67 í kvöld og Njarðvíkingar höfðu 84-67 sigur á KR-ingum í fyrstu leikjum liðanna í EPSON deildinni. Páll og Riley sökktu KR. Leikurinn var jafn og spennandi en þeir Riley Inge(22 stig, 4 fráköst og 7 stoðsend.) og Páll Kristinsson(20 stig, 6 fráköst og 5 stoðsend.) tryggðu heimamönnum sigur á lokamínútunum, Riley tryggði í raun sigurinn með góðri þriggja stiga körfu (hans einu) þegar rétt rúmlega tvær mínútur voru til leiksloka eftir 25 sekúndna sókn. Njarðvíkingar léku án fyrirliðans Friðriks Ragnarssonar, sem er meiddur á kálfa, leiddu allt þar til Jesper Sörensen kom KR yfir seint í seinni hálfleik 59-60 við mikinn fögnuð áhangenda liðsins. Næstu mínútur fór umNjarðvíkinga en Teitur Örlygsson(13 stig, 7 fráköst, 5 stolnir boltar) sá um að gestirnir væru ekki lengi í forystu. Hann skoraði 3 stiga körfu, tók varnarfrákast og kom boltanum í leik sitjandi á afturendanum með tvo KR-inga yfir sér og skilaði síðan fallegri stoðsendingu á Pál Kristinsson sem tryggði Njarðvíkingum forystuna að nýju, forystu sem ekki var látin af hendi aftur. Annars geta KR-ingar sjálfum sér um kennt að nota ekki tækifærin sem gáfust gegn slakri svæðisvörn heimamanna í upphafi seinni hálfleiks. Jonathan Bow átti teiginn og þeir Jesper og Ólafur Ormsson settu niður 5 þrista á stuttum tíma. Þrátt fyrir þetta fóru of mörg færi í súginn hjá Vestubæingum. „Við misstum þetta frá okkur þegar um 4 mínútur voru til leiksloka" sagði Ólafur Ormsson, fyrirliði KR. „Það var mikil barátta í þessum leik þó ekki hafi körfuboltinn verið sérlega góður eins og stigataflan gefur til kynna. Við skoðum það sem bæta má og mætum tilbúnir til leiks í KR-húsinu." Páll Kristinsson lék lykilhlutverk á lokamínútunum en hann var tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla. „Það er alltaf gaman að eiga góðan leik. Við settum aukinn kraft í vörnina þarna á lokamínútunum og það skilaði sér í hraðari og betri sóknarleik. Ég er búinn að hvíla í viku vegna eymsla í hægri hælnum og því ekkert of viss um hvernig mér myndi ganga." Friðrik vonandi með í næstu umferð Friðrik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, gat ekki leikið með sökum meiðsla og munaði um minna. „Mér er sagt að vöðvinn í vinstri kálfa hafi rifnað en ef allt gengur upp get ég verið með á síðari stigum seríunnar gegn KR, þ.e.a.s ef strákarnir klára þetta ekki strax."
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024