Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 15. apríl 1999 kl. 13:33

NJARÐVÍK VANN FYRSTU ORUSTUNA

Njarðvík vann fyrstu orustuna Njarðvíkingar sýndu og sönnuðu að gegn um þá liggur leiðin að titlinum. Þeir mættu til leiks í Keflavík sl. þriðjudag og einbeittu sér að verkefninu í 40 mínútur samfellt. Keflvíkingar sem almennt hafa verið taldar langsigurstranglegastir leiddu aldrei í leiknum og létu ástandið fara í taugarnar á sér sem var ekki til að bæta stöðuna. Þegar harður leikur heimamanna var búinn að skila gestunum í bónus reyndust stig Njarðvíkinga auðsótt á vítalínuna þar sem, eins og annars staðar, einbeitingin skein úr hverju andliti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024