Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 19. febrúar 2002 kl. 14:54

Njarðvík upp um deild?

Svo gæti farið að knattspyrnulið Njarðvíkur sem varð í þriðja sæti í 3.deildinni síðasta sumar muni spila í 2.deild á komandi leiktíð. Ástæðan fyrir þvi er sú að allt bendir til þess að Leiftur og Dalvík sameini knattspyrnudeildir sínar og sendi sameiginlegt lið til leiks í 1. deild karla á Íslandsmótinu í sumar. Forráðamenn félaganna tóku upp þráðinn í samningaviðræðum um sameiningu fyrir skömmu en frá því í haust höfðu þær viðræður legið niðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024