Njarðvík tekur á móti Val í kvennakörfunni í kvöld
Lengjubikar kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum og þar með fyrstu leikjum tímabilsins 2011-2012 í kvennaboltanum. Njarðvíkurstúlkur taka á móti Valskonum í Ljónagryfjunni klukkan 19:15 í kvöld en töluverðar breytingar hafa orðið á báðum þessum liðum í sumar.
Þær Harpa Hallgrímsdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir komu inn hjá Njarðvík fyrir tímabilið en þær koma til með að styrkja liðið mikið undir körfunni. Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir er svo gengin í raðir Valsstúlkna og verður forvitnilegt að fylgjast með henni í kvöld.
Þá er einn leikur í Reykjanesmóti karla í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Grindavík í Ásgarði kl. 19:15.
Mynd: Harpa Hallgrímsdóttir verður í baráttunni með Njarðvíkingum í kvöld.