Njarðvík tekur á móti KR í kvöld
- Annar leikur liðanna í úrslitakeppninni
Njarðvík tekur á móti KR í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Domino´s-deildar karla í körfu í kvöld í Ljónagryfjunni.
KR leiðir 1-0 og ætla Njarðvíkingar sér að jafna einvígið á heimavelli í kvöld.
Körfuknattleiksdeild UMFN ætlar að grilla hamborgara og verður kveikt upp í grillunum kl. 18. Hér má sjá nánari upplýsingar um grillið og leikinn.