Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík tapar gegn Stúdínum
Miðvikudagur 26. janúar 2005 kl. 23:51

Njarðvík tapar gegn Stúdínum

Njarðvíkurstúlkur töpuðu fyrir ÍS á heimavelli sínum í kvöld, 50-59.

Njarðvíkingar byrjuðu vel og leiddu fram í hálfleik en Stúdínur mættu sterkar til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn. Jafnt var á með liðunum fram í fjórða leikhluta þegar Signý Hermannsdóttir fór fyrir liði gestanna sem sigldi framúr og unnu loks sigur.

Vera Janjic var stigahæst Njarðvíkinga með 15 stig, en Signý átti stórleik fyriri ÍS þar sem hún skoraði 19 stig og tók 22 fráköst.

Verri tíðindi voru þau að Petrúnella Skúladóttir (Mynd) meiddist í leiknum. Flísaðit upp úr olnbogabeini og mun hún að öllum líkindum ekki leika meira með liðinu í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024