Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapar fyrir Fjölni
Fimmtudagur 22. júlí 2004 kl. 11:04

Njarðvík tapar fyrir Fjölni

Njarðvíkingar töpuðu gegn Fjölni á hraðmóti ÍR í körfuknattleik í gær. Lokatölur voru 93-84 og má segja að Njarðvíkingar hafi ekki hrokkið í gírinn fyrr en í síðasta leikhlutanum.

Það reyndist þó ekki nóg og annar ósigur Njarðvíkinga á mótinu var staðreynd.

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði í samtali við Víkurfréttir að mótið hafi í sjálfu sér ekki verið mjög marktækt fyrir liðið. Þeir hafi verið að spila sína fyrstu leiki innanhúss síðan síðasta tímabili lauk og ekki verið í neinni æfingu.

„Þetta var samt fínn vettvangur fyrir ungu strákana að sýna sig og bæta í reynslubankann og þeir stóðu sig vel í fyrstu tveimur leikjunum,“ sagði Einar að lokum.

Páll Kristinsson var stigahæstur Njarðvíkinga í gær með 30 stig og tók auk þess 14 fráköst. Ólafur Aron Ingvason gerði 18 stig og Jóhann Ólafsson og Egill Jónasson gerðu 10 stig hvor. Egill varði auk þess 13 skot og átti góða leiki á mótinu.

Mynd: Páll Kristinsson í leik gegn Breiðablik í vetur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024