Njarðvík tapar 4-0 gegn Selfossi
Njarðvíkingar steinlágu gegn Selfossi 4-0 í æfingaleik liðanna á Leiknisvelli í dag. Njarðvíkingar stilltu upp ungu liði í dag og greinilegt að Helgi Bogason þjálfari Njarðvíkinga er að þreifa fyrir sér með leikmenn fyrir komandi sumar. Njarðvíkingar spila í 2. deild í sumar og hafa ekki verið að fá góð úrslit á undirbúningstímabilinu, þeir töpuðu 3-1 gegn Reyni í vikunni og nú 4-0 gegn Selfossi.