Njarðvík tapaði stórt í Borgarnesi
Skallagrímur skellti toppliði Njarðvíkur í Borgarnesi í gær 96 – 78 og gerði George Byrd 21 stig í leiknum fyrir Skallagrím ásamt því að hirða 15 fráköst. Þetta var annar tapleikur Njarðvíkinga í deildinni en Grindvíkingar urðu fyrstir liða til að leggja Njarðvík að velli í Iceland Express deildinni á þessu tímabili.
Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 21 stig en Friðrik Stefánsson gerði 20 ásamt því að taka 11 fráköst.
Njarðvíkingar leiddu mest allan 1. leikhluta en heimamenn hertu róðurinn og lauk leikhlutanum í stöðunni 18 – 18. Skallagrímur tók á honum stóra sínum í 2. leikhluta og náðu forystu og gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 47 – 35 Skallagrím í vil eftir að Heiðar Lind Hansson gerði sín fyrstu og einu stig í leiknum með flautukörfu yfir Egil Jónasson í liði Njarðvíkinga.
Njarðvíkingar sóttu í sig veðrið í 4. leikhluta og minnkuðu muninn í 77 – 71 en lengra komust þeir ekki því Skallagrímur svaraði um hæl með því að gera 13 stig á móti 5 frá Njarðvík og þar með voru stigin tvö nelgd í Borgarnesi. Lokatölur 96 – 78 eins og áður greinir.
„Það var fyrst og fremst hugarfarið sem klikkaði hjá okkur,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkinga, í samtali við Víkurfréttir. „Hugarfar okkar var engan veginn í samræmi við leikinn, þetta er erfiður útivöllur og við vorum ekki tilbúnir í þann fasta leik sem þeir voru að spila. Við létum ýta okkur út úr öllum okkar aðgerðum og Skallagrímsmenn mættu bara hungraðri en við,“ sagði Einar að lokum.
Tölfræði leiksins
Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 21 stig en Friðrik Stefánsson gerði 20 ásamt því að taka 11 fráköst.
Njarðvíkingar leiddu mest allan 1. leikhluta en heimamenn hertu róðurinn og lauk leikhlutanum í stöðunni 18 – 18. Skallagrímur tók á honum stóra sínum í 2. leikhluta og náðu forystu og gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 47 – 35 Skallagrím í vil eftir að Heiðar Lind Hansson gerði sín fyrstu og einu stig í leiknum með flautukörfu yfir Egil Jónasson í liði Njarðvíkinga.
Njarðvíkingar sóttu í sig veðrið í 4. leikhluta og minnkuðu muninn í 77 – 71 en lengra komust þeir ekki því Skallagrímur svaraði um hæl með því að gera 13 stig á móti 5 frá Njarðvík og þar með voru stigin tvö nelgd í Borgarnesi. Lokatölur 96 – 78 eins og áður greinir.
„Það var fyrst og fremst hugarfarið sem klikkaði hjá okkur,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkinga, í samtali við Víkurfréttir. „Hugarfar okkar var engan veginn í samræmi við leikinn, þetta er erfiður útivöllur og við vorum ekki tilbúnir í þann fasta leik sem þeir voru að spila. Við létum ýta okkur út úr öllum okkar aðgerðum og Skallagrímsmenn mættu bara hungraðri en við,“ sagði Einar að lokum.
Tölfræði leiksins