Njarðvík tapaði stórt á heimavelli
Frestaður leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar í Domino´d deild kvenna fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn endaði með tapi Njarðvíkur 55-90. Njarðvíkurstúlkur hafa ekki náð sér á strik í Domino´s deild kvenna þegar þremur umferðum er lokið en þær hafa tapað öllum þremur leikjum sínum.
Hrund Skúladóttir var stigahæst Njarðvíkinga með 14 stig, Hulda Bergsteinsdóttir var með 7 stig og 7 fráköst og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir var með 7 stig og 4 fráköst.