Njarðvík tapaði í undanúrslitum
Njarðvík var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitum VÍS bikarkeppninnar í körfu kvenna þegar liðið tapaði fyrir Fjölni í undanúrslitum í gær. Lokatölur urðu 65-60 í mjög spennandi leik.
Þær njarðvísku byrjuðu betur og leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta en Fjölniskonur unnu næstu þrjá leikhluta en munurinn var aldrei mikill.
Njarðvíkingar hafa styrkt liðið talsvert og eru með þrjá útlendinga. Bandaríkjamaðurinn Aliyah A'taeya Collier skoraði helming stiga Njarðvíkinga og ljóst að þar er öflugur leikmaður á ferð.
Stig Njarðvíkinga: Aliyah A'taeya Collier 30/12 fráköst/7 stolnir, Diane Diene 11/12 fráköst, Lavina Joao Gomes De Silva 7/10 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Vilborg Jonsdottir 3, Helena Rafnsdóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Júlía Rún Árnadóttir 0, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0.
Karlalið Njarðvíkur leikur í kvöld kl. 18 í Njarðtaksgryfjunni gegn ÍR í undanúrslitum.