Njarðvík tapaði í Smáranum
Njarðvík hélt í Kópavog í gær þar sem liðið mætti Breiðabliki í Subway-deild karla í körfuknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik má segja að heimamenn hafi gert út um leikinn í þriðja leikhluta og höfðu þeir að lokum þriggja stiga sigur.
Breiðablik - Njarðvík 91:88
(25:24, 18:27, 30:19, 18:18)
Í fyrsta leikhluta vor bæði lið að gera vel og munaði ekki nema einu stigi að honum loknum, Blikum í vil (25:24). Njarðvíkingar spýttu í lófana og léku vel í öðrum hluta sem skilaði þeim átta stiga forystu í hálfleik (43:51) en heimamenn voru ekki af baki dottnir og með góðu áhlaupi í lok þriðja leikhluta breyttu þeir stöðunni úr 57:65 í 67:67. Blikar sigur svo fram úr og höfðu þriggja stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann (73:70).
Síðasti fjórðungur var í járnum og réðurst úrslitin ekki fyrr en í blálokin en Dederick Basile setti niður þrist þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka og hann breytti stöðunni í 89:88. Njarðvíkingar voru fljótir að brjóta en Blikar skoruðu úr vítaköstunum. Nicolas Richotti reyndi við þriggja stiga skot en niður vildi boltinn ekki og lokatölur því 91:88.
Njarðvík situr í sjötta sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú töp. Í kvöld mætast Grindavík og Tindastóll annars vegar og Keflavík fer í Þorlákshöfn til að mæta Þórsurum.
Njarðvík: Nicolas Richotti 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 17/13 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Mario Matasovic 9/4 fráköst, Lisandro Rasio 8/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciek Stanislav Baginski 2, Bergvin Einir Stefánsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jan Baginski 0.