Íþróttir

Njarðvík tapaði í Smáranum
Nicolas Richotti var stigahæstur Njarðvíkinga með átján stig. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 21. nóvember 2022 kl. 09:34

Njarðvík tapaði í Smáranum

Njarðvík hélt í Kópavog í gær þar sem liðið mætti Breiðabliki í Subway-deild karla í körfuknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik má segja að heimamenn hafi gert út um leikinn í þriðja leikhluta og höfðu þeir að lokum þriggja stiga sigur.

Breiðablik - Njarðvík 91:88

(25:24, 18:27, 30:19, 18:18)

Í fyrsta leikhluta vor bæði lið að gera vel og munaði ekki nema einu stigi að honum loknum, Blikum í vil (25:24). Njarðvíkingar spýttu í lófana og léku vel í öðrum hluta sem skilaði þeim átta stiga forystu í hálfleik (43:51) en heimamenn voru ekki af baki dottnir og með góðu áhlaupi í lok þriðja leikhluta breyttu þeir stöðunni úr 57:65 í 67:67. Blikar sigur svo fram úr og höfðu þriggja stiga forskot fyrir síðasta leikhlutann (73:70).

Síðasti fjórðungur var í járnum og réðurst úrslitin ekki fyrr en í blálokin en Dederick Basile setti niður þrist þegar um fimmtán sekúndur voru til leiksloka og hann breytti stöðunni í 89:88. Njarðvíkingar voru fljótir að brjóta en Blikar skoruðu úr vítaköstunum. Nicolas Richotti reyndi við þriggja stiga skot en niður vildi boltinn ekki og lokatölur því 91:88.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Njarðvík situr í sjötta sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú töp. Í kvöld mætast Grindavík og Tindastóll annars vegar og Keflavík fer í Þorlákshöfn til að mæta Þórsurum.

Njarðvík: Nicolas Richotti 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 17/13 fráköst, Dedrick Deon Basile 17/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Mario Matasovic 9/4 fráköst, Lisandro Rasio 8/8 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 6, Maciek Stanislav Baginski 2, Bergvin Einir Stefánsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Jan Baginski 0.

Nánar um leikinn

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25