Njarðvík tapaði í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar máttu þola tap gegn ÍR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld 76-88 en staðan í hálfleik var 34-48.
Heimamenn byrjuðu mjög illa og skoruðu aðeins 11 stig í fyrsta leikhluta. ÍR-ingar náðu þá góðri forystu og héldu henni allan leikinn og unnu að lokum með 12 stiga mun.
Burðarásar Njarðvíkur voru að venju stigahæstir.Nú var það Friðrik Stefánsson sem skoraði mest, 17 stig og fimmtán fráköst. Magnús Gunnarsson var með 14 og Logi Gunnarsson 13 stig. Hreggviður Magnússson var stigahæstur ÍR-ingar með 19 stig. Gamla brýnið Eiríkur Önunarsson var næstur með18 stig.
Friðrik Stefánsson í baráttu í vörninni í kvöld. Vf-myndir/himarbragi.
Góð frammistaða Friðriks dugði ekki gegn ÍR ingum í kvöld.
Maggi Gunn með tvö af stigum sínum í gryjunni í kvöld.
Logi skorar af harðfylgni.