Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 17. mars 2004 kl. 13:05

Njarðvík tapaði í deildarbikarnum

Víkingur sigraði Njarðvík 3-2 í deildarbikarnum í gærkvöldi.
Víkingar byrjuðu leikinn betur, en Aron Már Smárason skoraði fyrsta markið fyrir Njarðvíkinga yfir á 17. mín eftir því sem fram kemur á heimasíðu Njarðvíkinga.
Víkingar náðu að jafna á 30. min og þannig stóð í hálfleik. Þeir mættu svo ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu tvö önnur mörk á 47. og 52. mín. Eftir það skiptust liðin á að sækja og um stundarfjórðungi fyrir leikslok minnkaði Eyþór Guðnason munin fyrir Njarðvík. Lengra komust Njarðvíkingar ekki og hafa þeir því tapað fyrstu fjórum leikjum sínum og sitja á botni síns riðils.
Mikil harka var í leiknum í gær og gaf dómarinn ein 7 gul spjöld. Kristinn Örn Agnarsson fékk slæmt höfuðhögg og þurfti að yfirgefa völlinn og var fluttur niður á sjúkrahús og svo síðar til Reykjavíkur í sneiðmyndatöku. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024