Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði heima gegn KR
Miðvikudagur 19. október 2011 kl. 22:18

Njarðvík tapaði heima gegn KR

Njarðvíkurstúlkur þurftu að sætta sig við tap gegn meistaraefnunum í KR á heimavelli sínum í kvöld. Lokatölur urðu 87-97 en KR lagði grunninn að sigrinum á stuttum kafla í öðrum leikhluta þar sem þær náðu upp ágætis forskoti. KR stúlkur slökuðu ekkert á í síðari hálfleik og þrátt fyrir að Njarðvíkingar klóruðu aðeins í bakkann undir lokin þá var sigur KR ekki í teljandi hættu.

Hjá Njarðvík var Lele Hardy með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir skoraði 22 stig.


VF-Mynd/Eyþór Sæmunds: Lele Hardy var atkvæðamikil hjá Njarðvíkingum í kvöld en það dugði ekki til gegn sterkum KR-ingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024