Njarðvík tapaði gegn Val heima
Njarðvíkingar töpuðu gegn Valsstúlkum á heimavelli sínum í kvöld í Dominos-deild kvenna með 66 stigum gegn 71. Líkt og oft áður var það spilandi þjálfarinn Lele Hardy sem dró vagninn, en hún skilaði 25 stigum í hús og tók hvorki meira né minna en 30 fráköst, auk þess að stela boltanum 6 sinnum. Gestirnir í Val tryggðu sér sigurinn með góðum fjórða leikhluta sem þær unnu með 10 stiga mun.
Stig Njarðvíkinga: Lele Hardy 25/30 fráköst/6 stolnir, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14, Eyrún Líf Sigurðardóttir 13/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 10/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Sara Dögg Margeirsdóttir 2.
Gangur leiksins: Njarðvík-Valur 66-71 (19-16, 9-14, 24-17, 14-24)