Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði gegn Val
Laugardagur 17. mars 2018 kl. 18:56

Njarðvík tapaði gegn Val

Njarðvík mætti Val í Domino´s-deild kvenna í körfu í dag í Ljónagryfjunni. Njarðvík er enn án stiga og sigurs í deildinni en Njarðvík á aðeins tvo deildarleiki eftir í efstu deild kvenna. Valur sigraði fyrsta leikhlutann nokkuð örugglega 12-21 og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 32-42 og leiddi Valur með tíu stigum. Í seinni hálfleik var Valur áfram sterkari aðilinn og skoraði meðal annars 20 stig í fjórða leikhluta gegn 9 stigum Njarðvíkur. Lokatölur leiksins voru 63-75.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru,  Shalonda R. Winton 24 stig, 20 fráköst og 5 stolnir boltar, Hrund Skúladóttir 13 stig og 5 fráköst, Björk Gunnarsdóttir 9 stig, Hulda Bergsteinsdóttir 8 stig og 4 fráköst og  María Jónsdóttir 4 stig og 10 fráköst.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024