Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði fyrstu viðureigninni gegn Fjölni
Kamilla Sól Viktorsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með sextán stig. Myndir úr safnið Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 5. apríl 2022 kl. 10:02

Njarðvík tapaði fyrstu viðureigninni gegn Fjölni

Njarðvík mætti deildarmeisturum Fjölnis í fyrsta leik úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í gær og eftir góða byrjun Njarðvíkinga sigu Fjölniskonur fram úr og höfðu að lokum betur. Með sigrinum tók Fjölnir forystu í einvígi liðanna en fyrra liðið til að vinna þrjá leiki fer áfram í úrslitaleikinn.

Fjölnir - Njarðvík 69:62

(26:15, 10:12, 17:16, 16:19)

Njarðvík átti hörkubyrjun og tók tíu stiga forystu (2:12) eftir aðeins þrjár mínútur. Fjölniskonur náðu þá að stoppa áhlaup Njarðvíkinga og snéru dæminu sér í hag, áður en leikhlutinn var allur höfðu þær náð ellefu stiga forystu (26:15). Annar leikhluti var jafnari, heimaliðinu tókst að auka forskot sitt í fimmtán stig (32:17) en Njarðvík náði aðeins að rétta sinn hlut áður en blásið var til hálfleiks. Níu stiga munur, 36:27).

Seinni hálfleikur var jafn og spennandi en þær grænklæddu náðu ekki að vinna upp forskotið sem Fjölnir skapaði sér í fyrsta leikhluta. Nokkrum sinnum munaði fjórum stigum en Fjölnir hleypti Njarðvíkingum aldrei nær en það og hafði að lokum sjö stiga sigur (69:62).

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Sterkasti leikmaður Fjölnis, Aliyah Daija Mazyck, fékk í tvígang dæmda á sig óíþróttamannslega framkomu undir lok leiks og missir því væntanlega af næsta leik sem fer fram á heimavelli Njarðvíkinga, í Ljónagryfjunni, á fimmtudag klukkan 20:15. Ailyah Collier var með fjórtán stig í leiknum, tók 23 fráköst, átti fjórar stoðsendingar og var með 25 framlagspunkta. Hér eigast nöfnurnar við þegar liðin mættust í VÍS-bikarnum í vetur þar sem Njarðvík hafði betur.

Tengdar fréttir