Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði fyrir botnliðinu
Fimmtudagur 6. desember 2012 kl. 21:59

Njarðvík tapaði fyrir botnliðinu

Njarðvík beið í kvöld ósigur gegn Tindastóli í níundu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik, 80-86..

Njarðvík beið í kvöld ósigur gegn Tindastóli í níundu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik, 80-86. Tindastóll sat á botni deildarinnar stigalausir fyrir leik kvöldsins en náði að vinna góðan útisigur gegn Njarðvíkingum.

Njarðvík hafði sex stiga forystu í hálfleik, 46-40. Átta stigum munaði svo á liðunum fyrir lokaleikhlutann. Þá hrundi hins vegar leikur Njarðvíkur og gestirnir gengu á lagið. Tindastóll vann lokaleikhlutann með 14 stigum og vann um leið sinn fyrsta leik í deildinni í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 18 stig líkt og Nigel Moore. Marcus Van var með 17 stig og 15 fráköst. Njarðvík er með sex stig í deildinni eftir níu leiki.

Njarðvík-Tindastóll 80-86 (22-28, 24-12, 20-18, 14-28)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 18/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 18, Marcus Van 17/15 fráköst, Ágúst Orrason 13/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 4/6 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 1/8 fráköst/5 stoðsendingar.