Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík tapaði á heimavelli
Fimmtudagur 21. júní 2018 kl. 09:29

Njarðvík tapaði á heimavelli

Njarðvík tók á móti HK í gær í Inkasso-deild karla í knattspyrnu, lokatölur leiksins voru 2-0 fyrir HK og Njarðvík tapar því enn og aftur stigum á heimavelli.

Fyrri háfleikur byrjaði nokkuð rólega en HK náði að stimpla sig vel inn í leikinn á fimm mínútna kafla. Brynjar Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu og Birkir Valur Jónsson bætti öðru marki HK við á 42. mínútu. HK leiddi því 2-2 þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Theodór Guðni Halldórsson kom inn á fyrir Bergþór Inga Smárason á 59. mínútu og Arnór Björnsson kom inn á fyrir Luka Jagacic á 70. mínútu, Njarðvíkingar virtust lifna við í seinni hálfleik en náðu þó ekki að nýta færin sín. Lokaskipting Njarðvíkur kom síðan á 90. mínútu þegar Birkir Freyr Sigurðsson kom inn á fyrir Magnús Þór Magnússon.

Rafn Markús, þjálfari Njarðvíkur sagði í viðtali við fótbolta.net eftir leikinn í gær að þeir hafi ekki átt neitt inni til að ná í sigur eða stig. „Þetta eru náttúrlega enn ein töpuðu stigin á heimavelli og það er vont, það er ekki það sem við vildum en við ætluðum okkur stærri hluti í dag en þetta voru líklega sanngjörn úrslit,” sagði Rafn Markús eftir leik við fótbolta.net.

Njarðvík situr í áttunda sæti Inkasso-deildarinnar eftir átta umferðir.