Njarðvík tapaði á Ásvöllum
Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum er þeir lögðu Njarðvíkinga 78-70 í Reykjanesmótinu í körfubolta í gær. Njarðvíkingar leiddu 42-45 í hálfleik og staðan var 54-58 Njarðvíkingum í vil fyrir fjórða og síðasta leikhluta þegar Haukar rönkuðu við sér.
Jovonni Shuler gerði 27 stig í liði Hauka og Mike Ringgold bætti við 26 stigum og þá var Haukur Óskarsson með 8 stig. Hjá Njarðvíkingum var Travis Holmes með 25 stig og Elvar Friðriksson gerði 15 stig og næstur í röðinni var Rúnar Ingi Erlingsson með 13 stig.
karfan.is