Njarðvík styrkir sig með tveimur leikmönnum
Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur gert samkomulag við tvo leikmenn, spænska leikmannin Manuel Gavilán og íransk-danska leikmanninn Ali Al-Mosawe. Sá síðarnefndi kemur að láni frá Víkingi en Gavilán kemur frá Spáni.
Gavilán kemur til Njarðvíkur frá CD Toledo á Spáni. Hann er reynslumikill leikmaður sem hóf feril sinn hjá stórliðinu Real Betis. Á ferli sínum hefur hann leikið á Spáni (Liga 2 og 3), á Ítalíu (Serie C), í Austurrísku úrvalsdeildinni (Bundesliga) og í Hong Kong þar sem hann varð tvívegis landsmeistari.
Manuel á að baki tólf landsleiki og skoraði tvö mörk í þeim fyrir yngri landslið Spánar og varð Evrópumeistari með U17-ára landsliði Spánar árið 2008.
Hannn er fæddur árið 1991 og getur leyst flestar stöður í fremstu víglínu.
Manuel kemur til landsins á morgun, miðvikudag en Al-Mosawe er nú þegar mættur á vettvang.