Njarðvík steinlá gegn Snæfelli
Njarðvík sótti Íslandsmeistara Snæfells heim í Hólminn í gærkvöldi í annarri umferð Dominos deildar kvenna í körfubolta. Snæfell var mun sterkari, voru með leikinn í höndum sér frá upphafi og sigruðu 84-59.
Sterkust Njarðvíkinga var Carmen Tyson-Thomas með 38 stig, 14 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Snæfelli var Taylor Brown stigahæst með 27 stig auk 5 frákasta og 5 stoðsendinga. Berglind Gunnarsdóttir var með 14 stig, 4 stolna bolta og 3 fráköst.