Njarðvík steinlá á heimavelli
Illa gengur hjá Njarðvíkingum að finna sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í knattspyrnu. Njaðvíkingar fengu ærlega ráðningu í dag þegar þeir máttu sætta sig við 1-5 tap gegn Fjarðabyggð á heimavelli.
Njarðvíkingar hafa því tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli í þremur fyrstu umferðum deildarinnar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir gestina en Njarðvíkingar minnkuðu muninn í 1-2 en næstu þrjú mörk komu frá gestunum.
Nánar verður greint frá leiknum síðar...