Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sótti sigur í Þorlákshöfn
Fimmtudagur 12. október 2017 kl. 21:13

Njarðvík sótti sigur í Þorlákshöfn

Önnur umferð fór fram í Domino´s deild karla í körfu í kvöld. Lið Njarðvíkur fór í heimsókn til Þorlákshafnar og lauk leiknum með sigri Njarðvíkur 74-78. Í hálfleik stóðu leikar 39-43 fyrir Njarðvík og var Terrell Vinson atkvæðamikill í liði Njarðvíkur í kvöld.

Terrell Vinson var atkvæðamikill eins og áður sagði og skoraði 30 stig fyrir Njarðvíkinga og var með 4 fráköst, þar á eftir var Maciek Stanislav með 13 stig og 5 fráköst og Ragnar Ágúst Nathanelsson var með 11 stig og 11 fráköst.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024