Njarðvík skrefi nær úrslitakeppni
Njarðvíkingar eru skrefi nær úrslitakeppni í 1. deild kvenna eftir góða ferð í Breiðholtið þar sem þær lögðu ÍR 61-70. Erna Freydís Traustadóttir fór fyrir Njarðvíkingum með 23 stigum sínum í leiknum en Kamilla Sól átti góðan alhliða leik. Gestirnir lögðu grunninn að sigrinum strax í fyrsta leikhluta og litu adrei um öxl eftir það.
Njarðvík er í fjórða sæti deildarinnar og hefur sex stiga forskot á ÍR. Næsti leikur þeirra grænu er gegn Þór Ak. en þessi lið eru einmitt jöfn að stigum í 3.-4. sæti.
Njarðvík: Erna Freydís Traustadóttir 23, Kamilla Sól Viktorsdóttir 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 12, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Eva María Lúðvíksdóttir 5, Júlia Scheving Steindórsdóttir 3/13 fráköst/6 stoðsendingar, Vilborg Jónsdóttir 2, Helena Rafnsdóttir 2/5 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.