Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigrar danskt lið í æfingaleik
Fimmtudagur 23. september 2004 kl. 12:21

Njarðvík sigrar danskt lið í æfingaleik

Njarðvík sigraði danska liðið SISU í æfingaleik í gær, 74-67, en þeir eru nú staddir í Danmörku á keppnis- og æfingaferð.

Samkvæmt heimasíðu UMFN var leikurinn harður og jafn mestallan tímann, en heimamenn leiddu 35-33 í hálfleik  Í seinni hálfleik var leikurinn áfram í járnum allt þar til að Einar þjálfari skipti yfir í 2-3 svæðisvörn sem að Danirnir réðu illa við.

Á þessum tímapunkti gekk allt upp hjá Njarðvíkingum og var vörnin sérstaklega sterk. Sigurinn var sanngjarn en heimasíðan segir Njarðvíkinga eiga mikið inni ennþá.

Troy Wiley var stigahæstur með 19 stig, 8 fráköst. Næstur var Matt Sayman með 16 stig, Friðrik Stefánsson var með 13 stig og 11 fráköst, Páll Kristinsson var með 9 stig og 11 fráköst, Guðmundur Jónsson skoraði 9 stig, Halldór Karlsson 5 stig og Egill Jónsson var með 2 stig og 5 varin skot á 16 mínútum.
Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024