Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík sigraði Tindastól
Fimmtudagur 7. desember 2017 kl. 22:21

Njarðvík sigraði Tindastól

Njarðvík fór norður á land í kvöld og mættu Tindastóli í Síkinu á Sauðarkróki og urðu lokatölur leiksins 93-100 fyrir Njarðvík.Njarðvíkingar fóru inn í klefa í hálfleik með tólf stiga forystu en Logi Gunnars var sterkur í kvöld í liði Njarðvíkur. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn hjá liðunum en eftir um korters leik þá var Njarðvík komið með góða forystu en Terrell Vinson skoraði meðal annars þrjá þrista ásamt því að Logi var í fantaformi, undir lok leiksins var Logi rekinn út úr húsi en hann var meðal annars með 100% hittni í kvöld innan þriggja stiga línunnar.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur í kvöld voru Logi Gunnarsson 29 stig, Terrell Vinson, 22 stig og 9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 14 stig og Oddur Rúnar Kristjánsson 13 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024