Njarðvík sigraði Reyni í 4. flokki
Njarðvík sigraði Reyni Sandgerði 4 - 1 í nágrannaslag í C riðli á Íslandsmótinu í fjórða flokki á Njarðvíkurvelli í gær. Mörk Njarðvíkinga í leiknum gerðu Ísak Þórðarson 2 og Grétar Benediktsson og Víðir Einarsson voru með sitt markið hvor. Njarðvík er í 4. sæti riðilsins með 9 stig eftir fimm leiki. Fjölnir2 er í efsta sæti með 16 stig en þeir hafa spilað einum leik meira.
Grindavík og Víðir leika einnig í riðlinum og eru Grindvíkingar í 2. sæti með 11 stig, Reynir er með 3 stig en þeir hafa þó aðeins leikið fjóra leiki og Víðir rekur lestina með 1 stig.
Grindavík og Víðir leika einnig í riðlinum og eru Grindvíkingar í 2. sæti með 11 stig, Reynir er með 3 stig en þeir hafa þó aðeins leikið fjóra leiki og Víðir rekur lestina með 1 stig.